Þann 8.júní 2023 voru veitt verðlaun vegna lokaverkefna útskriftanema í tæknifræði, dómnefnd á vegum Verkfræðingafélags Íslands var falið að fara yfir verkefnin. Ákveðið var að verðlauna Fáfni Hjörleifsson fyrir verkefni hans um endurframleiðslu á jarðstöðvum, sem hann vann hjá okkur í Rafal. Við erum gífurlega stolt af Fáfni og óskum honum hjartanlega til hamingju með glæsilega verkefnið og verðlaunin.