Ljósleiðaradeild

Öll reiðum við okkur á ljósleiðara í okkar daglega lífi, oft án þess að gera okkur grein fyrir því. Mætti segja að ljósleiðarinnn sé einn af mikilvægari innviðum landsins, en hraður gagnaflutningur getur skipt sköpum í daglegu lífi, t.d. vegna neyðarþjónustu, fjarlækninga og fleira. Rafal hefur tekið þátt í ljósleiðaravæðingunni hér á landi frá upphafi þeirrar vegferðar og státar af öflugri ljósleiðaradeild.

Starfsfólk ljósleiðaradeildar sinnir alhliða þjónustu við allt ljósleiðaratengt, þar með talið ráðgjöf, hönnun, blástur, lagning, tenging, mælingar og frágangur á ljósleiðaralögnum. 


Tilbúin til verka

Með góðum tækjum og búnaði er deildin vel í stakk búin til að takast á við öll verkefni, stór sem smá. 

Með reynslumiklu starfsfólki sem býr yfir mikilli þekkingu, er deildin tilbúin í öll ljósleiðaratengd verkefni og getur leyst þær áskoranir og vandamál sem upp koma á snöggan og áreiðanlegan máta.

Þjónustulund skiptir starfsfólk deildarinnar miklu máli og kappkostað er að hafa viðbraðgstíma stuttann þegar mikið liggur við vegna bilana eða vandamála sem upp koma með skömmum fyrirvara.


Styðjum við sjálfbærni

Með aukinni kröfu um störf án staðsetningar eykst mikilvægi á rekstraröryggi fjarskiptakerfa eins og ljósleiðarakerfa. Með því að tryggja innviði sem þessa er stutt við möguleika starfsfólks að starfa heiman frá sér eða sækja vinnu utan heimabyggðar, námsmanna að sækja nám utan heimabyggðar og þar með auknum möguleikum á jafnri búsetu. Þannig er stuðlað að aukinni sjálfbærni og bættu umhverfi með t.d. fækkun bílferða, sem skilar sér í minni notkun gatnakerfisins. Að auki verður til tímasparnaður fyrir einstaklinga sem annars myndu verja hluta af tíma sínum í samgöngur til og frá vinnu.


Tengiliðir

Ólafur Páll Bjarkason
Deildarstjóri – Ljósleiðaradeild

obp@rafal.is

Óskar Dan Skúlason
Deildarstjóri – Ljósleiðarardeild

oskar@rafal.is

Björn Steindór Björnsson
Verkefnastjóri – Ljósleiðaradeild

bjornsb@rafal.is