BEST Transformer

Rafal er í samstarfi við spennaframleiðandan BEST Transformer í Tyrklandi. Við bjóðum hágæða aflspenna, þurrspenna og olíufyllta dreifispenna á hagstæðu verði.

Balikesir Elektromekanik Sanayi Tesisleri A.S. (BEST) var stofnað árið 1966 og var fyrsti spennaframleiðandinn í Tyrklandi til að bjóða háspennubúnað. Fyrirtækið rekur gríðarstóra og vel útbúna verksmiðju á Balikesir stóriðjusvæðinu í Tyrklandi þar sem þeir hafa 170.000 fermetra framleiðslurými og geta framleitt spenna með samtals allt að 50.000 MVA uppsett afl á ársgrundvelli. BEST er alþjóðlegt fyrirtæki sem flytur út yfir 50% af framleiðslu sinni til yfir 85 landa. BEST er í samstarfi við leiðandi fyrirtæki í orkugeiranum og málmframleiðslu á heimsvísu.


Aflspennar

Aflspennar eru spennar af málstærð 16MVA og 72,5 kV og hærra. Aflspennar krefjast mikillar sérfræðiþekkingar og reynslu hvað við kemur einangrun og kælingu. BEST eru fær um að hanna, framleiða og prófa aflspenna allt að 1250MVA og 765kV í nýstárlegri verksmiðju sinni þökk sé 50 ára alþjóðlegri reynslu. Þrátt fyrir að aflspennar hafi í meginatriðum svipaða uppbyggingu, þá sérhannar hönnunarteymi BEST hvern einasta aflspenni til að svara mismunandi kröfum og forskriftum viðskiptavina. BEST framleiðir aflspenna sem uppfylla allar kröfur og á öllum aflsviðum sem og rekstarspennum yfir 16MVA og 72,5 kV.

Olíufylltir dreifispennar

Dreifispennar eru notaðir í raforkudreifikerfum, í iðnaði og í stærri byggingum.
BEST byggir á víðtækri reynslu sem spennaframleiðandi síðan 1966, ásamt nútíma hönnun og framleiðsluaðstöðu. Olíufylltir dreifispennar minni en 16MVA og 72,5kV eru hannaðir af hönnunarteymi BEST í samræmi við meginreglur um hámarks skilvirkni, rýmissparnað og mikla endingu í samræmi við kröfur viðskiptavina.


Þurrspennar

BEST framleiða lakksteypta þurrspenna með neðangreindum tæknilegum eiginleikum í samræmi við kröfur viðskiptavina. Einangrunarefni í hitaflokkum: F (155°C) og H (180°C) Lágspennuvindingar BEST þurrspenna eru framleiddir með gegndreypingu á hitavirku epoxýlakki eða steyptir með epoxýlakki í lofttæmi. Háspennuvindingar steyptir með kvarsmettuðu epoxýlakki í lofttæmi eða steyptir með glertrefjastyrktu epoxýlakki í lofttæmi. Vöruúrval BEST þurrspenna nær allt að 40MVA og 72,5kV rekstarspennu vegna sérstöðu í framleiðslutækni og verkfræðilegri þekkingu.

Spólur og sérhæfðir spennar

BEST framleiðir spólur og sérhæfða spenna til notkunar í sérstökum tilvikum í iðnaði ásamt raforkuflutningi- og dreifingu. Sérhæfðir spennar eru framleiddir í litlu magni og þurfa almennt að þola töluverðan yfirstraum, yfirspennu og hátt launafl við erfiðar aðstæður. Þetta krefst mikillar sérfræðikunnáttu við hönnun hverrar útfærslu. Einnig er almennt lengra hönnunar- og framleiðsluferli krafist fyrir sérhæfða spenna fram yfir meira staðlaða aflspenna. Hönnuðir BEST eru í framvarðasveit spennaframleiðslugeirans sökum yfirgripsmikillar þekkingar, vandvirkni og nákvæmni sem bæði hönnunin og framleiðslutæknin krefst.


Tengiliðir

Vignir Örn Sigþórsson
Framkvæmdastjóri – Tæknisvið

vignir@rafal.is
770-7200

Davíð Örn Jónsson
Yfirmaður – Rannsóknir og vöruþróun

davidorn@rafal.is