Mannauðsstefna Rafal

Mannauðsstjóri er ábyrgðarmaður stefnunnar og ber ábyrgð á að starfsmenn fyrirtækisins þekki hana og framfylgi henni. 

Rafal leggur ríka áherslu á að vera lifandi og skemmtilegur vinnustaður fyrir fólk á öllum aldri, þar sem starfsfólk upplifir sig sem mikilvægan hluta af stórri og metnaðarfullri stefnu Rafal. Gildin séu höfð að leiðarljósi sem eru samstaða, traust, ástríða og hugrekki. Áhersla sé lögð á framúrskarandi hæfni og þekkingu til komast til móts við framtíðaráskoranir. Rafal sé fjölbreyttur vinnustaður þar sem allir fái að njóta sín. Markmið Rafal er að styrkleikar hvers og eins fái að njóta sín í starfi. Með þetta að leiðarljósi vill Rafal hafa yfir að ráða hæfu, áhugasömu og framsæknu starfsfólki í þau verkefni sem upp koma.

Megináherslur: 

  • Að ráða besta fólkið 
  • Að Rafal sé fjölbreyttur vinnustaður 
  • Að hafa hvetjandi starfsumhverfi 
  • Að þekking og fræðsla sé í fararbroddi 
  • Að styðja við jafnrétti og jafnlaunastefnu 
  • Að starfsfólk mæli með Rafal sem besta vinnustaðnum
  • Að hugað sé að öryggi, umhverfi og góða vinnuaðstöðu fyrir starfsfólk 


Mannauðurinn hjá Rafal

Hjá Rafal starfar dýrmætur mannauður með fjölbreytta þekkingu og fólk á öllum aldri. Við leggjum áherslu á fjölbreyttan og jákvæðan vinnustað svo fyrirtækið geti verið samkeppnishæfari á vinnumarkaði og skapað vinnustaðamenningu sem einkennist af sköpunargleði, nýsköpun og góðum starfsanda.  

Fjölskylduvænn vinnustaður

Rafal er fjölskylduvænn vinnustaður og stuðlar að jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Rafal er sveigjanlegur vinnustaður þar sem stuðningur stjórnenda skiptir miklu máli. Stjórnendur reyna eftir fremsta megni að valdefla starfsfólkið í gegnum sjálfræði og þeirra faglegu þekkingu. 


Gildi Rafal


Fræðslustefna Rafal

Rafal veitir jöfn tækifæri fyrir starfsfólk með það að markmiði að það geti sótt sér endurmenntun til að viðhalda eða auka við þekkingu sína. Rafal hefur sett sér metnaðarfulla fræðslustefnu til að efla starfsfólk enn frekar til að bæta við þekkingu og vitund þeirra. Með því að fjárfesta í mannauðinum þá kemst Rafal nær sínum framtíðarmarkmiðum.

Öflugt starfsmannafélag 

Það er líf og fjör hjá Rafal og er eitt af því að þakka er hversu öflugt starfsmannafélagið er. Félagið samanstendur af sterkri liðsheild sem leggur upp með að bjóða uppá dagskrá sem hentar öllum. Sem dæmi má nefna hefur félagið staðið fyrir páskabingói, jólaballi, keilu, þemapartý, pub quiz og pílu. Það er alltaf eitthvað í pípunum hjá starfsmannafélaginu.  


Hreyfing og heilsa

Hreyfiþörfin er mikil hjá Rafal og koma þar saman margar hreyfikindur sem hittast reglulega og hreyfa sig til að efla heilsu og andlega líðan. Sem dæmi hefur starfsfólk skellt sér í hjólatúr um Reykjadalinn, tekið þátt í Puffin Run í Vestmannaeyjum, farið saman Helgafellið, farið í klifur og skellt sér í eitt bjórhlaup.