Lágspennuinnviðir

Deildin þjónustar ýmsa lágspennuinnviði, bæði hjá fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum. Gatnalýsing, umferðarljós og almennar raflagnir eru kjarnaverkefni deildarinnar. Mikil þróun er á tækni tengdri stýringu götuljósa og umferðarstýringu og leggur Rafal áherslu á að starfsfólk fylgist vel með straumum og stefnum og hafi kost á að sækja sér aukna þekkingu tengdum þessum verkefnum og lausnum.


Gatna- og umferðalýsing

Gatna- og stígalýsing er hluti af mikilvægum innviðum sveitarfélaga. Öryggi íbúa, akandi og gangandi vegfarenda veltur á gæði lýsingar en einnig þarf að huga að því að gæði eru einnig fólgin í myrkri.
Nauðsynlegt er að tryggja að lýsing sé til staðar þar sem þörf er á henni og að hún fari í gang eftir þörfum, en einnig að vel sé farið með raforkuna og ekki verið að lýsa þegar ekki er þörf á því. Vinna deildarinnar varðandi gatnalýsingu miðar öll að því að tryggja skilvirkni og öryggi lýsingar.

Starfsfólk deildarinnar hefur einnig mikla reynslu af vinnu við umferðaljósastýringar og hefur tekið þátt í verkefnum tengdum prófunum á viðbótarbúnaði sem greinir umferð og stýrir umferðaljósum gatnamóta með gagnvirkum hætti.


Þjónusta

Starfsfólk deildarinnar hefur víðtæka rafmagnsþekkingu og mikla þjónustulund til þess að leysa margskonar raflagna verkefni.

Með því að veita faglega og áreiðanlega þjónustu, skilar starfsfólk deildarinnar góðu verki fyrir viðskiptavini.

Sveigjanleiki og snarpt viðbragð er hluti af eiginleikum sem deildin státar af, sem er nauðsynlegt þegar verið er að styðja við og þjónusta mikilvæga innviði.


Tengiliðir

Arnar Heiðarsson
Deildarstjóri – Lágspennuinnviðir

arnarh@rafal.is

Baldur Fannar Arnarsson
Verkefnastjóri gatnalýsingu – Lágspennuinnviðir

baldurf@rafal.is

Róbert Hjörleifsson
Verkefnastjóri gatnalýsingar og umferðarljósa – lágspennuinnviðir

roberth@rafal.is