Tæknisvið

Innan sviðsins starfa rafmagnsverkfræðingar-, tæknifræðingar og iðnfræðingar. Markmið tæknisviðs er fyrst og fremst að styðja við aðrar deildir innan fyrirtækisins með hönnun, sérfræðiráðgjöf, útfærslu tæknilegra lausna. Tæknisvið heldur utan um samninga og innkaup á stærri búnaði, bæði vegna verkefna og efnissölu ásamt því að vera tengiliðir við samstarfsaðila eins og aðrar verkfræðistofur eða vegna aðkeyptrar þjónustu. Sviðið sinnir einnig ráðgjöf og verkfræðiþjónustu fyrir breiðan hóp viðskiptavina Rafal, þar á meðal orkufyrirtæki í framleiðslu, flutningi og dreifingu ásamt orkufrekum iðnaði og stofnunum.


Hönnun

Fullnaðarhönnun og raflagnateikningar af öllum stærðum og gerðum, allt frá lágspennudreifingu og lýsingarhönnun til háspennutengivirkja og virkjana. Tæknisvið státar af mikilli reynslu og faglegri kunnáttu við útfærslu á afldreifingu fyrir stóra og meðalstóra notendur í iðnaði og orkuframleiðslu. Jafnframt alhliða tölvustýringar og samskiptakerfi, frá iðntölvustýringum til stjórnar- og varnarbúnaðar fyrir stafræn tengivirki, ásamt öðrum sérhönnuðum tæknilegum útfærslum til að mæta þörfum viðskiptavina okkar hverju sinni.

Sérfræðiráðgjöf

Við búum yfir þekkingu á breiðu sviði raforkugeirans sem nýtist við úrlausnar á flóknum viðfangsefnum viðskiptavina okkar. Þar má nefna útfærslu háspennukerfa og orkukerfa stórnotenda, val og hönnun á sérhæfðum búnaði, aflflæðilíkön, skammhlaupsútreikningar, stafrænar varnir ásamt valvísi aflrofa í raforkudreifingu svo fátt eitt sé nefnt.


Tæknilegar lausnir

Sviðið er vel útbúið tækjakosti til mælinga og prófana á bæði háspennu- og lágspennubúnaði og við höfum þekkingu til að beita þeim búnaði til þess að útfærslur okkar og lausnir standist þær miklu kröfur sem viðskiptavinir okkar gera til rekstraröryggis, endingar og gæða. Þá höfum við mikla reynslu af forritun, útfærslu og prófunum tölvustýringa, vöktunarbúnaðar og netkerfa.

Innkaupa- og markaðsmál

Við sjáum um tengsl við birgja og samstarfsaðila vegna samninga og innkaupa á stærri búnaði, þar á meðal aflspennum, vinnuvélum, stærri verkfærum og sérhæfðum hátæknibúnaði. Tæknisvið ber ábyrgð á samþykktarferlum þeirra innkaupa ásamt flutningi, uppsetningu o.fl. Samhliða því sinnum við markaðsmálum fyrirtækisins hvað varðar kynningu fyrirtækisins útávið, heimsóknir til annara fyrirtækja sem og umsýslu í kringum ráðstefnur og sýningar.


Tengiliðir

Vignir Örn Sigþórsson
Framkvæmdastjóri – Tæknisvið

vignir@rafal.is
770-7200

Brynjar Eiríksson
Raforkuverkfræðingur – Tæknisvið

brynjar@rafal.is

Ólafur Birgisson
Rafmagnstæknifræðingur – Tæknisvið

ob@rafal.is