Stafrænar lausnir

Hjá Rafal trúum við því að nýting sé umhverfisvernd og til þess að auka orkuöryggi og vinna í átt að kolefnishlutleysi sé fjarvöktun ein af lykillausnunum.

Stafrænar lausnir hjá Rafal bjóða upp á ráðgjöf, uppsetningu og þjónustu á lausnum og kerfum fyrir ýmsa fjarvöktun og stýringar. Lausnirnar fela í sér bæði tilbúinn búnað og kerfi frá samstarfsaðilum eins og InteliLight götuljósastýringar og Sensoneo sorphirðueftirlitslausnir en einnig sérsniðnar lausnir eftir þörfum og áskorunum fyrirtækja og stofnana.  Áhersla er á notkun LoRaWAN fjarskiptalausna, en þær eru nýttar samhliða öðrum fjarskiptalausnum eftir því hvað hentar best hverju sinni. 


Fjarvöktun

Fjarvöktunin felur í sér snjallvæðingu búnaðar sem þegar er til staðar eða uppsetningu búnaðar með fjarskiptaeiginleikum. Þannig er hægt að nálgast verðmæt gögn, fækka eftirlitsferðum, færa eftirlit nær rauntíma og minnka þannig kolefnisspor og umhverfisáhrif. Sem dæmi um búnað sem auðvelt er að setja upp fjarvöktun á er alls kyns búnaðar sem býður upp á tengimöguleika á borð við Modbus (RS485), Serial (RS232), 4-20mA, 0-10V eða snertur fyrir I/O. Áhersla er lögð á einfaldar tengingar við hugbúnað viðskiptavina í gegnum WebSocket tengingar, API vefþjónustu eða aðrar leiðir. Mögulegt er að sjá raungögn, söguleg gögn og vinna með þau í millilagshugbúnaði. Dæmi um fjarvöktun er t.d. vöktun á olíugildrum, vöktun á opnun/lokun hurða, vöktun á vatnsþrýstingi og vöktun á rafmagnsmælum.


LoRaWAN

LoRaWAN er fjarskiptakerfi sem nýtist vel í ýmis konar fjarvöktunarverkefni, Rafal á og rekur slíkt kerfi sem er í sífelldri uppbyggingu er varðar drægni og þéttleika. Kerfið keyrir á  eitíðni sem gerir mögulegt að halda gjöldum fyrir fjarskipti í lágmarki, þá hefur kerfið þá kosti að vera einstaklega langdrægt og LoRaWAN búnaður er almennt með mjög góða rafhlöðuendingu (oft um 5-10 ár eða líftíma búnaðar). 


Tengiliðir

Hrafn Guðbrandsson
Deildarstjóri – Stafrænar lausnir

hrafn@rafal.is

Rakel Sigurjónsdóttir
Lausnasérfræðingur – Stafrænar lausnir

rakel@rafal.is