1983 – Upphafið

Rafal var stofnað árið 1983 í Búðardal og hóf starfsemi í 25m² bílskúr og með skrifstofu í hluta 20m² kjallaraherbergis og hafði þá B löggildingu Rafmagnseftirliti Ríkisins. Rafal var stofnað að frumkvæði Landsvirkjunar og Orkubús Vestfjarða og í kjölfarið var gerður þjónustusamningur við Landsvirkjun og Orkubú Vestfjarða.

Jafnframt tók Rafal að sér að annast hverskonar þjónustu á rafbúnaði annarra rafveitna og fyrirtækja sem kaupa háspennta raforku. Megin verkefni hafa frá upphafi verið að sinna uppbyggingu og þjónustu fyrir og við raforkufyrirtæki í landinu.

1986 – 1999 Uppbygging

Þann 26.11.1986 fær Rafal A löggildingu Rafmagnseftirlits Ríkisins.

Í september 1988 hefst starfsemi Rafal í Reykjavík og nágrenni. Í desember 1986 kaupir Rafal 190 m² í iðnaðarhúsi að Vesturbraut 20 í Búðardal.

Í janúar 1991 sækir Rafal um rafverktakaleyfi á orkuveitusvæði Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Þá er aðstaðan 40 m² bílskúr við Eyjabakka 3 í Reykjavík.

Árið 1993 hættir Rafal rekstri í Búðardal og selur húsnæðið að Vesturbraut 20.

Haustið 1994 flytur Rafal starfsemina í 40 m² bílskúr að Heiðarhjalla 5.

1999 – 2004 Grunnur að framtíðinni

Þann 22. Desember 1999 fjárfesti Rafal 420 m² iðnaðarbil á Miðhrauni í Garðabæ og flytur alla starfsemi sína þangað.

Árið 2001 byrjar Rafal að annast þjónustu og uppbyggingu fyrir fjarskiptafyrirtækin í landinu, ljósleiðaralagnir og tengingar, og endurdreifingu FM, GSM og TETRA kerfa.

Árið 2004 var Reykjanesvirkjun boðin út og í framhaldi gerir Rafal samning um útvegum og uppsetningu alls rafbúnaðar virkjunarinnar. Þetta var langstærsta verkefnið sem Rafal hafði tekið að sér. Starfsmönnum fjölgaði úr rúmum 10 í 30 og mikil fjárfesting í bílum og tækjabúnaði sem gerði fyrirtækinu kleift að taka að sér stærri og mannfrekari verkefni í framtíðinni. Þarna er grunnur lagður að þeirri víðtæku þjónustu sem Rafal sinnir í dag.

2005 – 2009 Nýjar áskoranir

Í kjölfarið af Reykjanesvirkjun tekur Rafal að sér fleiri samskonar verkefni eins og til dæmis vinnu við Hellisheiðavirkjun áfanga 1 og 2, Orkuver 6 í Svartsengi. Þessi verkefni tryggðu áframhaldandi vöxt fyrirtækisins næstu árin.

Ljósleiðaradeild Rafals vex og dafnar, en Rafal hefur tekið þátt í ljósleiðaravæðingu Gagnaveitu Reykjavíkur frá upphafi.

Rafal hefur framleiðslu á Straumbeinum árið 2004.

Árið 2009 kaupir Rafal 1660 m² glæsilegt iðnaðarhús á 1,5 hektara lóð að Hringhellu 9 í Hafnarfirði. Þar hefur Rafal framleiðslu á spennum til að bregðast við breyttum aðstæðum í atvinnulífinu og heldur sama vexti og áður.

.

2010 – 2018 Horft til framtíðar

Árið 2014 fékk Rafal fyrst viðurkenningu CREDITINFO framúrskarandi fyrirtæki og hefur náð þeirri nafnbót 5 ár í röð en einnungis 1,7 til 2.2 % fyrirtækja á landinu uppfylla þau skilirði.

Þann 15. júní 2018 fékk Rafal viðurkenningu bsi á vottun ISO 9001:2015 sem nær yfir alla starfsemi fyrirtækisins: Hönnun, framleiðslu, verkefnaöflun, uppsetningu ásamt þjónustu við rekstur rafbúnaðar og fjarskiptabúnaðar í orkuverum, flutnings- og dreifiveitum, fjarskiptastarfsemi og iðjuverum. Rafal er fyrsta fyrirtækið á þessum markaði sem hefur fengið þessa vottun um alla sína starfsemi.

Í dag er Rafal fyrst og fremst þjónustufyrirtæki. Hjá okkur starfa um 75 manns með mjög víðtæka þekkingu og reynslu á störfum fyrir veitur og stórnotendur á rafmagni. Viðskiptavinum Rafal hefur fjölgað mikið á þessu tímabili sem hefur styrkt stoðir fjölbreyttrar þjónustu.

2019 –

Rafal heldur áfram að vaxa og dafna. Tækifæri í rafvæðingu og nýtingu tæknilausna eru fjölmörg, viðskiptavinum og starfsmönnum fjölgar í takt við fjölda verkefna.  Árið 2019 bættist við húsnæði fyrirtækisins þegar starfsemi hófst að Hringhellu 9a.

Árið 2021 gekk Rafal til liðs við Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni enda gerum við okkur grein fyrir mikilvægi þessa að atvinnulífið taki þátt í verkefninu um minkun kolefnislosunar. 

Tengsl við verkfræðistofuna Afl og Orku sem og nýsköpunarfyrirtækið Lýsir gera fyrirtækinu kleift að vinna að verkefnum, sem dæmi varðandi fjarvöktun, sem sparað geta viðskiptavinum fjármuni og minnkað kolefnislosun og skila því fjölbreyttum ávinningi.  Fyrirtækið býr sig því undir frekari vöxt enda rafvæðing samfélagsins í frekari mæli en nú framundan. Eigendur og  stjórnendur fyrirtækisins ætla að taka þátt í verkefninu af fullum krafti og leggja sitt af mörkum til framfara.