Rafal er leiðandi í þróun, framleiðslu og uppbyggingu raforkuinnviða með yfir 40 ára reynslu í faginu. Við sérhæfum okkur í hönnun, smíði og samsetningu hátæknilausna, þar á meðal tengivirkja, dreifistöðva, spenna, ljósleiðaraneta, snjalllausna og götulýsingar fyrir veitu og orkufyrirtæki, stóriðju og sveitarfélög. Við erum vel búin sérhæfðum búnaði og tökum að okkur bilana- og ástandsgreiningar auk prófana fyrir rafveitur.

Í okkar eigin framleiðslu tryggjum við hágæða lausnir sem mæta ströngustu kröfum um öryggi og áreiðanleika þar sem tekið er tillit til íslenskra aðstæðna. Öflug tæknideild Rafal fylgir verkefnum frá hugmynd til fullbúinnar lausnar og vinnur náið með viðskiptavinum til að skapa innviði sem eru öruggir, snjallir og hagkvæmir.

Við erum stolt 150 manna teymi sérfræðinga – rafvirkjum, vélvirkjum, tækni- og verkfræðingum – sem sameina verklega færni og fræðilega þekkingu til að knýja samfélög og atvinnulíf áfram.

Gæði og sjálfbærni eru í forgrunni í öllu sem við gerum, vottað samkvæmt ISO 9001:2015 og ISO 14001. Rafal er ekki bara fyrirtæki, við erum krafturinn á bak við nútíma orkulausnir.

100 Rafal hús sem aðlagast hverju verkefni, sérsmíðuð fyrir íslenskar aðstæður

Rafal hefur á undanförnum árum þróað og framleitt fjölbreytt úrval dreifistöðvahúsa sem uppfylla strangar kröfur

Rafal hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2025

Viðurkenningarhátíð Jafnvægisvogarinnar 2025 fór fram þann 9. október undir yfirskriftinni Jafnrétti er ákvörðun. Rafal hlaut

Haustráðstefna Rafal 2025

Þann 22. október hélt Rafal haustráðstefnu undir yfirskriftinni Snjallari innviðir – Hvernig umbreytir tæknin rekstri

Rafal skipar nýja stjórn

Rafal hefur á undanförnum árum vaxið hratt og eflt stöðu sína sem leiðandi fyrirtæki í

Gögn sem skapa raunverulegt virði

Með nýjustu fjarskiptatækni er hægt að umbreyta einföldum mælingum í dýrmæt gögn, sem nýtast í

Mælabúnaður sem tryggir áreiðanleika í raforkukerfum

Fljótsdalsstöð er stærsta aflstöð landsins með 690 MW uppsett afl. Stöðvarhúsið er staðsett neðanjarðar inni

Rafal á Haustráðstefnu Advania 2025 

Í byrjun september fór fram Haustráðstefna Advania 2025 í Hörpu. Í rúma þrjá áratugi hefur

IoT Solutions World Congress

13.-15. maí næstkomandi fer fram IoT Solutions World Congress í Barcelona. Við hjá Rafal verðum

Rafal er vottað fyrirtæki

Vottun BSI nær yfir alla starfsemi Rafal, þ.e. hönnun, framleiðslu, öflun, uppsetningu ásamt þjónustu við rekstur raf- og fjarskiptabúnaðar í orkuverum, flutnings- og dreifiveitum, fjarskiptastarfsemi og iðjuverum.