DGA mælingar

Rafmagn er einn af hornsteinum nútíma samfélags

Frá fyrirtækinu Vaisala býður Rafal upp á áreiðanlegan og viðhaldsfrían búnað til fjar/sívöktunar á gösum í spennaolíu. Með sívöktun á spennaolíu má greina mun fyrr vandamál sem geta valdið töluverðum usla og alvarlegum rekstrartruflunum. Sívöktunin gerir virka viðhaldsstjórnun einfaldari, eykur rekstraröryggi og kemur í veg fyrir skyndilegar og ófyrirséðar bilanir. Með þeirri yfirsýn sem næst má skipuleggja betur truflanir á rekstri fyrir viðhaldsstopp og bilanagreiningar. 

Tvenns konar búnaður er í boði, annarsvegar MH410 sem er einfalt tæki til mælinga á uppsöfnun á Hydran gasi, hitastigi og rakastigi í olíu spennisins og hins vegar Optimus DGA monitor OPT100 sem er nákvæmari og getur greint með mikilli nákvæmni átta mismunandi gastegundir og skilar mælingu sem gefur til kynna ef leki er á spenninum.  

Rafal býður að auki upp á uppsetningu búnaðar, utanumhald gagna og ráðgjöf við gagnagreiningu.


MHT410

Einfaldur mælir sem auðvelt er að koma fyrir í spenni og vakta í rauntíma.  

Helstu kostir MHT410: 

 • Ekkert viðhald 
 • Ekki er þörf á reglulegri kvörðun 
 • Ekki þarf að skipta um síur eða annan búnað 
 • Rauntíma vöktun  
 • Gögnum safnað á læstu vefsvæði eða í þínum gagnagrunni, þitt er valið 
 • Ýmsar leiðir til samskipta við búnaðinn 
 • AC eða DC spennufæðing
 • Auðveld uppsetning
 • Hentar til noktunar hvort sem er innan- eða utandyra (IP66)
 • 5 ára ábyrgð

Optimus™ DGA Monitor OPT100 

Búnaður sem getur greint með mikilli nákvæmni 8 gastegundir, ásamt heildar gasþrýstings mælingu sem sýnir magn súrefnis og niturs, það gefur til kynna hvort leki sé á spenninum.   

Helstu kostir OPT100: 

 • Ekkert viðhald 
 • Ekki er þörf á reglulegri kvörðun 
 • Ekki þarf að skipta um síur eða annan búnað 
 • Rauntíma vöktun  
 • Gögnum safnað á læstu vefsvæði eða í þínum gagnagrunni, þitt er valið 
 • Ýmsar leiðir til samskipta við búnaðinn t.d.  Modbus TCP, HTTP, HTTPS 
 • AC eða DC spennufæðing 
 • Auðveld uppsetning 
 • Hentar notkunar hvort sem er innan- eða utandyra ( IP66) 

Tengiliðir

Örn Jenssen Egilsson
Verkefnastjóri – Stórnotendur

898-1643
orn@rafal.is

Jakob Brynjar Sigurðsson
Deildarstjóri – Stórnotendur

jakob@rafal.is