Háspennuinnviðir

Alhliða þjónusta við rafveitufyrirtæki, uppbygging á öllum stærðum rafbúnaðar, háspenntum eða lágspenntum, fyrir stórar sem og smáar virkjanir. Auk þess sinnir deildin uppsetningu og viðhaldi á hleðslustöðvum fyrir fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög.
Deildin tekur að sér viðhaldsverkefni af öllum stærðum, í samvinnu við framleiðendur búnaðar og aðila innan lands sem og utan.

Starfsfólk deildarinnar býr yfir mikilli þekkingu og áratuga reynslu og er reiðubúið að taka að sér flókin verkefni af öllum stærðargráðum. Stefna Rafal er að vera leiðandi þekkingar og þjónustumiðstöð rafmagns og fjarskipta, og speglast hún í áherslu og metnaði deildarinnar til að leita sér þekkingar á nýjungum tengdum faginu.


Uppbygging

Rafal býr yfir áratuga reynslu af þjónustu við veitufyrirtæki og dreifendur raforku. Fyrirtækið hefur komið að uppbyggingu flestra virkjana á síðustu árum. Fyrirtækið er vel í stakk búið til að þjónusta hvers konar orkuframleiðslu, hvort sem um er að ræða jarðvarma-, vatnsafls-, vindvirkjanir eða þar sem aðrir þættir eru virkjaðir.

Rafal hefur komið að uppbyggingu flestra virkjanaframkvæmda síðustu ár og áratugi. Svo sem Hellisheiðarvirkjunar, Reykjanesvirkjunar, Svartsengis, Búrfell II og Búðarhálsvirkjunar.
Rafal er að vinna að stækkun Svartsengisvirkjun en með henni má auka nýtingu þeirrar orku sem er þegar til staðar á svæðinu.


Dreifikerfið

Mikilvægi dreifikerfi raforku í landinu er gífurlegt og mikilvægi þess eykst til muna með þeim orkuskiptum sem fylgja sjálfbærnivegferð landsins.
Starfsfólk deildarinnar er vel búið reynslu og þekkingu til að takast á við viðhald, viðgerðir, mælingar og aðra þjónustu sem þörf getur verið á til þess að tryggja uppitíma og rekstraröryggi dreifikerfisins. Með auknu rekstraröryggi má tryggja sem besta nýtingu raforku og auka afhendingaöryggi orkunnar til notenda.


Tengiliðir

Arnar Heiðarsson
Deildarstjóri – Háspennuinnviðir

arnarh@rafal.is

Þorgeir Þorsteinsson
Verkefnastjóri – tilboða – Háspennuinnviðir

thorgeir@rafal.is