Rannsóknir og Vöruþróun

Markmið sviðsins er að styðja við og efla fræðilega þekkingu innan Rafal, greiða götu nýrra viðskiptatækifæra og byggja upp tengsl við viðskiptavini og birgja. Sviðið starfar þvert á fyrirtækið og er öðrum deildum innan handar.

Starfsemi sviðsins byggir á einlægum áhuga og ástríðu fyrir öllu sem tengist rafmagni og metnaði fyrir því að læra meira. Verkefnin sem sviðið tekur sér fyrir hendur mótast af þessu hugarfari sem fellur vel að hugsjónum um skynsama nýtingu auðlinda.


Rannsóknir

Sviðið fer fyrir virku rannsóknastarfi þar sem leitað er leiða til þess koma í veg fyrir vandamál í raforkukerfinu. Með samstarfi við menntastofnanir og önnur fyrirtæki má auka þekkingu og reynslu til muna.

Háspennuprófanir

Hjá Rafal er haldið úti sérhönnuðu háspennuprófunarrými sem notað er undir rannsóknir og prófanir. Fyrirtæki og skólar nýta sér rýmið til rannsókna og verklegrar kennslu.

Útbúið hefur verið rými fyrir rannsóknir á áhrifum seltu á einangrara í útitengivirkjum. Þar þurfti að vera hægt að meðhöndla saltvatn í kringum háspennu á öruggan hátt. Fjallað var um verkefnið í sjónvarpsþættinum Landanum (sjá stiklu hér).


Mælingar

Ástandsmælingar á spennum

Auk spennamælinga hefur verið staðið að mælingum á öðrum háspennubúnaði eins og t.a.m. straum- og spennuspennum, háspennustrengjum, spólum ásamt fleiru.

Orkugæðamælingar

Mikilvægi orkugæða fer vaxandi með auknu álagi sem fylgir t.a.m. hraðhleðslustöðvum og rafmagnsbílum. Sviðið skoðar áhrif hleðslubúnaðar á dreifikerfin okkar, sér í lagi þar sem kerfin eru veikust.

Rafgeyma- og varaaflsmælingar

Sviðið framkvæmir mælingar á varaafli fyrir viðskiptavini og ráðleggur varðandi viðhald og endurnýjun.


Tengiliðir

Davíð Örn Jónsson
Yfirmaður – Rannsóknir og vöruþróun

davidorn [hjá] rafal.is

Hugi Sigurðsson
Rafmagnstæknifræðingur – Rannsóknir og vöruþróun

hugi [hjá] rafal.is