Föstudaginn 22. janúar s.l. hélt Rafal sitt árlega þorrablót fyrir viðskiptavini, birgja og aðra gesti.
Tæplega 200 manns sóttu viðburðinn, nutu góðra veitinga og ræddu heimsmálin. Reynir Jónasson harmonikkuleikari lék létta tónlist af sinni alkunnu fagmennsku. Rafal kynnti helstu framleiðsluvörur sínar og þau verkefni sem unnið er við.
Getraun var í gangi á þorrablótinu, farið hefur verið yfir niðurstöður og eru vinningar og vinningshafar þessir:
1. vinningur: Matur fyrir tvo á Kolabrautinni í Hörpu
Vinningshafi: Lúðvík Björgvinsson, starfsmaður Skeljungs
2. vinningur: Matur fyrir tvo á Hamborgarafabrikkunni
Vinningshafar voru þrír, jafnir:
Guðjón Bachmann, starfsmaður Rarik
Benedikt Haraldsson, starfsmaður Orkufjarskipta
Guðni Þór Ingvarsson, starfsmaður Johan Rönning
Haft verður samband við vinningshafa á næstunni. Stjórn og starfsfólk Rafal þakkar gestum góðar kveðjur og óskir á þorrablótinu.