Rannsóknarstarf á vegum Rafal

Síðastliðið vor hlaut Rafal styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna sem er á vegum Rannsóknarmiðstöðvar Íslands. Markmið nýsköpunarsjóðsins er að gefa fyrirtækjum kleyft að ráða háskólanema í sumarvinnu við metnaðarfull og krefjandi rannsóknarverkefni. Rannsóknarverkefnið fjallar um viðgerðir á rafsvörum í háspennikerfum og mælingar á seltustigi.

Til liðs við okkur fengum við Bjarka Guðjónsson, rafeindavirkja og nema í tæknifræði við Háskólann í Reykjavík. Davíð Örn Jónsson, yfirmaður rannsókna og vöruþróunar (R&D) hjá Rafal og stundakennari við HR, er umsjónarmaður verkefnisins.

Bjarki hefur unnið stórgott starf í sumar og er búinn að hanna og setja saman prótótýpu til að mæla seltustig utandyra. Seltumælirinn var settur upp á þaki Rafal og safnar gögnum um seltustigið hér fyrir utan. Það er aldrei að vita nema að seltumælar sem þessi verði framleiðsluvara hjá okkur í framtíðinni.

Seltumælirinn