Rafal – þátttakandi í viðskiptasendinefnd forseta Íslands til Slóvakíu

Forseti Íslands fór í opinbera heimsókn til Slóvakíu dagana 26. til 28. október. Í för með  forsetahjónunum voru heilbrigðisráðherra, orkumálastjóri og viðskiptasendinefnd. Við hjá Rafal fengum þann heiður að vera hluti af viðskiptasendinefndinni.

Markmið ferðarinnar var að miðla reynslu Íslendinga til helstu hagsmunaraðila í Slóvakíu í tengslum við þá krísu sem nú steðjar að íbúum Evrópu í orkumálum. Augljóst er að reynsla Íslendinga í orkumálum getur komið Evrópu til góða á næstu misserum.

Fulltrúar Rafal tóku þátt í málþingi um sjálfbærni, varmaorku og nýsköpun. Þar var farið yfir tækifæri Slóvaka varðandi aukna nýtingu varmaorku.  Einnig gafst okkur tækifæri til að heimsækja samstarfsaðila okkar, Sensoneo sem eru með sjálfbærar tæknilausnir í sorphirðu og eru Slóvakst fyrirtæki.

This image has an empty alt attribute; its file name is Slovakia-2-1024x768.jpeg

Fyrir hönd Rafal fóru þau Ingibjörg Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Framleiðslu og viðskiptaþróunar og Hrafn Guðbrandsson, deildarstjóri Stafrænna lausna.