Rafal tekur við rekstri og viðhaldi gatnalýsingar

Rafal tekur við rekstri og viðhaldi gatnalýsingar í Hafnarfirði og Garðabæ á árinu 2022 en samningur þess efnis við sveitafélögin og Vegagerðina hefur verið undirritaður. Þetta er samningur til þriggja ára og verður spennandi að takast á við þetta stóra verkefni.

Til glöggvunar á stærð verksins þá eru á svæðinu 12.526 lampar og þar af eru 4.657 lampar í eigu Garðabæjar, 6.618 lampar í eigu Hafnarfjarðar og 1.251 eru í eigu Vegagerðarinnar. Um 55% staura eru hærri en 6,3m. 

Við erum stolt af því að vera treyst til að sinna eins mikilvægu verkefni og götulýsing þessara tveggja bæjarfélaga er og taka þátt í þróun götulýsingar í átt að minnkun orkunotkunar.