Rafal og tengsl við skólakerfið

Á síðasta ári luku 15 nemendur við framhaldsnám í samvinnu við Rafal.
3 luku rafmagnstæknifræði, 3 kláruðu rafiðnfræðing, einn rafvirkjameistara, tveir rafveituvirkjanameistara og 7 rafvirkjann. Síðan eru þrír að auki í rafvirkjanámi í tengslum við Rafal.

Með þessu eflir Rafal tengslin milli náms og vinnu og nemendur fá tækifæri til að kynnast starfsvettvangi áður en námi lýkur. Lokaverkefnin eru einnig tengd starfsvettvangnum í gegnum Rafal og þannig koma nemendur betur undirbúnir og fróðari um hvað bíður þeirra að námi loknu.

Jakob Brynjar Sigurðsson lauk rafmagnstæknifræði með verkefni um hraðhleðslustöð fyrir rafbíla. Markmið verkefnisins var að hanna hraðhleðslustöð fyrir rafbíla sem hægt er að flytja milli staða og auka þar með tímabundna hleðslugetu viðkomandi staðar.
Í verkefninu er farið í fræði tengd rafhlöðunni þar sem hleðsluaðferðir og rafhlöðutækni er kynnt. Fjallað er um þann aflbúnað sem hönnunin þarfnast og varan hönnuð í samræmi við hann. Farið er í gegnum hönnunina á vörunni og teikningasett lagt fram.

Árni Rúnar Benediktsson lauk rafmagnstæknifræði með verkefni um ástandsmælingu á afl- og dreifispennum. Í verkefninu er fjallað er um ástandsmælingar á afl- og dreifispennum. Farið er yfir undirstöðuatriði spenna, uppbyggingu þeirra og virkni. Fjallað er um niðurstöður könnunar á vegum CIGRÉ á helstu orsökum bilana í spennum. Ræddar eru þær helstu raffræðilegu mælingar sem hægt er að gera á spennum og leiðbeiningar eru veittar um hvernig best sé að framkvæma þær.

Olgeir Halldórsson lauk rafmagnstæknifræði með verkefni um áhrif LED-lýsingar í gatnalýsingu á raforkugæði í dreifikerfinu. Niðurstaðan í meginatriðum var sú að LED-lýsing hefur betri áhrif á dreifikerfið en hefðundin lýsing.

Jakob, Árni Rúnar og Olgeir fengu allir fyrstu einkunn fyrir sín lokaverkefni.

Rafal þakkar nemendunum samstarfið og óskar þeim til hamingju með árangurinn hver á sínu sviði og velfarnaðar í starfi og leik.