Rafal leitar að starfsfólki.

Á síðustu árum hefur velta Rafal aukist hratt sem og fjöldi starfsmanna.  Vegna aukinna verkefna vantar okkur fleiri rafvirkja og rafveituvirkja.

Draumaumsækjandinn þarf að vera með sveinspróf í rafvirkun og/eða rafveituvirkjun, hafa bílpróf, búa yfir mikilli hæfni í mannlegum samskiptum og áhuga á að vinna í teymi. Hann þarf að geta sýnt frumkvæði, hafa getu til að vinna sjálfstætt og sýna nákvæm og vönduð vinnubrögð.  Á móti býður Rafal upp á traustan og fjölbreyttan vinnustað þar sem vöxtur og velferð starfsfólks er höfð að leiðarljósi. Áhugasamir eru hvattir að sækja um á heimasíðunni en finna má umsóknareyðublað undir flipanum „Hafa samband“ eða á slóðinni https://jobs.50skills.com/rafal/is/11362