Rafal á Fagþingi Samorku

Í byrjun maí tók Rafal þátt í mjög vel heppnuðu Fagþingi Samorku um hita- vatns og fráveitumál. Þar kynntum við þjónustu og lausnir Rafal og Hrafn, deildarstjóri Stafrænna lausna, hélt vel sótt erindi um fjarvöktun og viðhald framtíðarinnar.

Það var virkilega gaman að eiga góð samtöl við mismunandi aðila með sömu ástríðu og við fyrir fjarvöktun, nýtingu, gæðum og góðri þjónustu sem er nákvæmlega það sem Rafal leitast við að bjóða. Hlökkum til halda samtalinu gangandi á sem flestum sviðum.