Okkar góða starfsfólk og ánægðir viðskiptavinir

Fátt gleður okkur meira en jákvæð samskipti við okkar góðu viðskiptavini.  Ljósleiðarinn, áður Gagnveita Reykjavíkur, er eitt þeirra frábæru fyrirtækja sem nýta sér þjónustu Rafal með reglubundnum hætti.  Nýlega fengum við sent frá þeim birgjamat og fengum hæstu mögulega einkunn í öllum liðum þess, það er, öryggismálum, að verk séu unnin í samræmi við kröfur, frágangur á verktíma, samskiptum, verkumsjón, verklagsstjórnun og upplýsingagjöf.  Rafal starfar á samkeppnismarkaði sem stækkar hratt og ánægja viðskiptavina er grundvöllur áframhaldandi vaxtar og þróunar fyrirtækisins.  Við þökkum því starfsfólki Ljósleiðarans fyrir ánægjulega sendingu og munum keppast við að viðhalda okkar frábæru birgja einkunn.