Götuljósastýringar frá Rafal í Hafnarfirði

Hafnarfjarðarbær hefur gengið til samninga við Rafal vegna kaupa og uppsetningu á stýringum vegna götulýsingar í bænum. Kerfið sem um ræðir heitir inteliLight og inniheldur vél- og hugbúnað frá samstarfsaðila Rafal, Flashnet. 

Nýting á kerfinu hefur í för með sér minni rafmagnsnotkun, aukna yfirsýn, bætta skilvirkni og öryggi í þjónustu við íbúa bæjarins. Með kerfinu eykst vægi fyrirbyggjandi viðhalds, auðvelt er að fylgjast með orkunotkun og rekstraraðili getur fengið tilkynningar ef ekki er allt með eðlilegum hætti. Hægt er að stýra ljósunum með áætlun sem tekur mið af sólargangi og/eða með ljósnemum sem virkja kveikingar eftir birtumagni. 

Með góðri, skilvirkri stýringu og nýtingu á götuljósakerfinu er tekið jákvætt skref í átt að kolefnishlutleysi bæjarins. 

Við óskum snjallbænum Hafnarfirði og íbúum hans til hamingju með þetta gæfuskref til framtíðar.