Rafal gerist aðili að Festu

Rafal hefur fengið aðild að Festu, sem er miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni. Við sláumst þar í hóp fjölbreyttra fyrirtækja og stofnana sem vilja taka þátt í þróun í átt að sjálfbæru atvinnulífi og leggja sitt af mörkum til umhverfisverndar og þróunar samfélagsins. Rafal hefur ávallt stundað ábyrga starfsemi og komið fram af fagmennsku gagnvart hagaðilum fyrirtækisins og hefur því, í raun, unnið í samræmi við siðareglur Festu frá stofnun.

Rafal gegnir mikilvægu hlutverki í þeim orkuskiptum sem framundan eru með sérfræðiþekkingu varðandi framleiðslu, dreifingu og notkun rafmagns auk gagnaflutninga og fjarvöktunarverkefna.

Umhverfismál og sjálfbærni eru stærstu mál næstu ára og áratuga og Rafal ætlar að vera partur af lausninni.