Rafal hefur á undanförnum árum vaxið hratt og eflt stöðu sína sem leiðandi fyrirtæki í þróun, framleiðslu og uppbyggingu raforkuinnviða. Í takt við áframhaldandi vöxt og fjölbreytt verkefni hefur fyrirtækið nú skipað nýja stjórn sem leiðir Rafal inn í næsta þróunarskref með sameinaða reynslu og þekkingu úr nýsköpun, orkugeiranum og upplýsingatækni. Í stjórninni sitja:
Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir
Ingibjörg hefur verið stjórnarformaður Rafal hf. frá 2023. Hún hefur víðtæka reynslu úr mannauðs- og leiðtogastarfi, meðal annars sem mannauðsstjóri hjá Helix Health og Origo hf. og sem skipulagsráðgjafi. Hún starfaði áður hjá Spotify í Svíþjóð, þar sem hún leiddi innleiðingar- og fræðsluverkefni innan R&D-deildarinnar. Hún hefur einnig setið í stjórn WomenTechIceland og skapað sér sterka stöðu sem fyrirlesari og ráðgjafi á sviði stefnumótunar, breytingastjórnunar og fyrirtækjamenningar.
Alexander Richter
Alexander er alþjóðlegur ráðgjafi í jarðvarma og stofnandi ThinkGeoEnergy, sem í dag gegnir lykilhlutverki sem helsti fréttaveita og greiningarvettvangur jarðvarmageirans á heimsvísu. Hann starfaði sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Innargi A/S í Danmörku 2022–2024 og leiddi þar uppbyggingu jarðvarmaverkefna í Evrópu. Hann hefur einnig setið í stjórn alþjóðlegra samtaka og starfar nú sem tækniráðgjafi hjá Ignis H2 EnergyInc. Alexander er lögfræðingur frá University of Konstanz og með meistaragráðu í rafrænum viðskiptum frá Dalhousie University.
Emil G. Einarsson
Emil hefur yfir 40 ára reynslu úr upplýsingatækni. Hann hóf störf hjá IBM á Íslandi árið 1985 og hélt síðar áfram hjá Nýherja hf. og Origo hf., þar sem hann gegndi margvíslegum stjórnunarhlutverkum, meðal annars sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar. Hann er með MBA í hagfræði frá George Washington University og Cand.Oecon frá Háskóla Íslands. Emil hefur leitt fjölda mikilvægra verkefna sem hafa mótað og eflt íslenskan upplýsingatæknimarkað á síðustu árum. Hann hefur nýverið veitt stjórn Rafal faglega ráðgjöf við mikilvæg fjárfestinga- og stefnumótandi ákvarðanir, með áherslu á langtímasýn og verðmætasköpun.

Samstarf reynslumikilla stjórnarmanna tryggir Rafal sterkan grunn til að leiða áfram vaxandi verkefni í orku- og upplýsingatækni. Fyrirtækið er betur í stakk búið en nokkru sinni fyrr til að mæta áskorunum framtíðarinnar og skapa verðmæti fyrir samfélagið.

