Við hjá Rafal höfum þróast og breyst á síðustu árum frá því að vera rafverktakafyrirtæki yfir í að verða leiðandi þekkingar og þjónustumiðstöð í raforkuinnviðum og sjálfbærum orkulausnum. Þessi þróun átti að endurspeglast í ásýnd okkar. Þess vegna höfum við endurnýjað vörumerkið okkar með skýrari sjónrænum grunni sem styður framtíðarsýn Rafal.
Endurmörkunin var ekki upphafið að breytingunni heldur spegilmynd þess sem við erum orðin.
Arfleifðin lifir áfram í nýrri mynd
Við ákváðum að byggja á sterkum grunni Rafal og þróa vörumerkið frekar í stað þess að byrja á auðu blaði.
- Eldingin heldur sér. Hún hefur verið hluti af Rafal frá upphafi og táknar orku, áreiðanleika og nýsköpun. Nú hefur hún fengið einfaldara og einkennandi form sem skilar sér betur í stafrænum miðlum.
- Lógóið er hreinna og skýrara. Þó að R-ið sé ekki eins augljóst er það enn til staðar og viðheldur upphaflegu hugmyndinni án þess að vera of áberandi.
- Skærari rauði liturinn og einfaldari form veita lógóinu nútímalegt og fagmannlegt yfirbragð sem tryggir betri notkun á öllum miðlum frá vinnufatnaði yfir í stafrænar lausnir.
Af hverju endurmörkun núna
Við höfum verið að stækka, þróast og móta okkur skýrari stefnu. Við höfum fest í sessi menningu sem styður vöxt og nýsköpun og tryggt að innviðir okkar styðji við þá framtíðarsýn. Nú var rétti tíminn til að tryggja að vörumerkið okkar spegli þessa vegferð.
Gamla lógóið hefur þjónað okkur vel í áratugi en rétt eins og fyrirtækið hefur þróast viljum við að ásýnd okkar endurspegli hver við erum í dag og hvert við stefnum.
Við erum stærri og sterkari en áður
Við erum að taka meiri ábyrgð og leika stærra hlutverk í orkugeiranum
Við viljum að ásýnd okkar sé fersk, skýr og í takt við framtíðarsýn okkar
Við þökkum frábært samstarf
Við viljum sérstaklega þakka Cirkus fyrir að vinna með okkur að þessu verkefni. Þau sýndu einstaka fagmennsku og útkoman er nákvæmlega það sem við vildum. Sterkara einfaldara og skýrara merki sem leiðir Rafal inn í framtíðina.
Við hlökkum til að halda áfram að skapa tækifæri og umbreyta orku í verðmæti nú með uppfærðri ásýnd sem endurspeglar þann kraft sem við stöndum fyrir.