Rafal hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2025

Viðurkenningarhátíð Jafnvægisvogarinnar 2025 fór fram þann 9. október undir yfirskriftinni Jafnrétti er ákvörðun. Rafal hlaut þar viðurkenningu fyrir árangur í jafnréttismálum og jafnt kynjahlutfall í efsta lagi stjórnar.

Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) sem hefur það markmið að stuðla að jöfnu hlutfalli kynja í stjórnunarstöðum. Við mat á árangri er haft til hliðsjónar markmið verkefnisins um 40/60 kynjahlutfall í æðstu stjórnendastöðum.

Að verkefninu standa, auk FKA, dómsmálaráðuneytið, Creditinfo, Deloitte, Pipar/TBWA, Ríkisútvarpið, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Sjóvá.

Viðurkenningunni fylgir tré að gjöf til gróðursetningar í Jafnréttislundi FKA, sem tákn um fjölbreytileika, vöxt og ábyrgð í jafnréttismálum.

Rafal er meðal 128 fyrirtækja, opinbera aðila og sveitafélaga sem hlutu viðurkenningu í ár, sem er staðfesting á markvissu starfi fyrirtækisins við að stuðla að jafnrétti og fjölbreytni í vinnuumhverfi.

Á mynd hér fyrir ofan má sjá Valdimar Kristjónsson, forstjóra Rafal, taka á móti viðurkenningarskjali Jafnvægisvogarinnar 2025. Valdimar sagði við það tilefni að viðurkenningin væri mikilvæg hvatning til að halda áfram að byggja upp jafnvægi og fjölbreytileika innan fyritækisins:

„Það skiptir miklu máli að hafa jafnt hlutfall kynja í stjórnarstöðum. Það styrkir bæði ákvarðanatöku og starfsmenningu og endurspeglar samfélagið sem við störfum í.“

Guðný Jónsdóttir, mannauðstjóri Rafal, og Hlynur Rafn Guðjónsson, fjármálastjóri Rafal, gróðursettu tré sem fylgir viðurkenningunni. Tákn um vöxt, fjölbreytileika og samfélagslega ábyrgð Rafal.