Ljósleiðaradeild

Markmið deildarinnar er að veita framúrskarandi þjónustu og leggja til þekkingu þegar kemur að ljósleiðaratengingum og blæstri. Deildin ætlar að vera leiðandi afl í lagningu ljósleiðara og tenginga um land allt og býr yfir fullkomnum tækjabúnaði til nýlagna, breytinga og viðgerða. Við þjónustum meðal annars sveitarfélög ásamt fjölbreyttum fyrirtækjum landsins, allt frá stórfyrirtækjum til minni fyrirtækja.

Deildin er framsækin, öflug deild innan Rafal sem nýtir sér þekkingu innan samstarfsfyrirtækjanna eins og Lýsir, til að leysa tæknilega flókin verkefni og styðja þar með markmið Rafal um að vera framúrskarandi fyrirtæki í þjónustuiðnaði

Deildarstjórar, Ólafur Páll Bjarkason og Óskar Dan Skúlason