Mannauðsstefna Rafals

Rafal leggur ríka áherslu á að starfsmönnum líði vel í vinnunni og að þeir búi við gott starfsöryggi. Við leggjum áherslu á að starfsmenn upplifi sig sem mikilvægan hluta af stórri og metnaðarfullri heild þar sem jákvætt starfsumhverfi, gott samstarf, virðing fyrir samstarfsfólki og samheldni er lykilatriðið. Með þetta að leiðarljósi vill Rafal hafa yfir að ráða hæfum, áhugasömum og framsæknum starfsmönnum í þau verkefni sem upp koma.

Rafal leggur áherslu á:

  • Öryggi starfsmanna, umhverfi og góða vinnuaðstöðu.
  • Tækifæri til að vaxa í starfi. Fyrirtækið styður starfsmenn til náms og gefur tækifæri á krefjandi verkefnum og aukinni ábyrgð.
  • Virðingu milli starfsmanna, jákvæðni og jafnrétti.
  • Traust milli starfsmanna og trúnað.