Hleðsla og þjónusta

Markmið deildarinnar eru fjölbreytt. Við veitum framúrskarandi þjónustu við uppsetningu og þjónustu hleðslustöðva og hleðslukerfa fyrir rafbíla.  Við þjónustum viðskiptavini okkar varðandi fjarskiptaþjónustu og bjóðum upp á heildarlausnir í fjarskiptakerfinu hvort sem það er varðandi gagnaflutning yfir ljós eða eftir öðrum leiðum.  Sett hafa verið upp fjarskiptamöstur, loftnet og annar fjarskiptabúnaður, strengir lagðir og  tengdir.

Við þjónustum einnig, fyrirtæki með almennar raflagnir, breytingar og viðhald þeirra og bjóðum upp á þjónustusamninga.  Meðal viðskiptavina okkar eru sum af stærstu og framsæknustu fyrirtækjum landsins auk sveitarfélaga.

Ánægja viðskiptavini leiðir okkur áfram og markmið okkar eru skýr, góð, fagleg og slysalaus vinnubrögð munu tryggja okkur áframhaldandi verkefni hjá fyrirtækjum sem og einstaklingum.

Deildarstjóri, Arnar Heiðarsson