Við viljum vera afl sem breytir þessum iðnaði

Mannauður er mikilvægasti þátturinn í rekstri fyrirtækja. 

Hjá Rafal hefur verið unnið markvisst að jöfnun kynjahlutfalls, enda rafvirkjar og skyldar greinar eftirsótt vinnuafl og því mikilvægt að vera góður valkostur fyrir öll kyn. Í kynningarblaði Félags kvenna í Atvinnulífinu sem fylgdi með Fréttablaðinu þann 20. janúar, skýrum við hvers vegna  við teljum að breytinga sé þörf. Rafvirkjun kallar ekki alltaf á krafta heldur, í fleiri tilfellum, á reglu og nákvæmni.  Við erum áhugasöm um að auka fjölbreytnina í okkar hóp, því fjölbreyttir hópar skila mestum árangri.

Smelltu hér til að lesa fréttina í heild sinni. (frettabladid.is)