Þar sem allt tengist

UT messan er árlegur viðburður þar sem fjöldi fyrirtækja og fyrirlesara koma saman og kynna hvað ber hæst í tækniþróun hverju sinni.  

Eitt af því sem verður kynnt á messunni 2023, er stýring götulýsingar og aðrar stafrænar lausnir, sem Rafal býður upp á og geta bætt þjónustu, aukið öryggi og stuðlað að lægra kolefnisspori.  Við munum manna bás Rafmenntar og kynna þá möguleika í vörum, þjónustu og tækjum sem unnið hefur verið að innan fyrirtækisins og byggjast á notkun upplýsingatækni. Við erum stolt af því að vera treyst fyrir jafn mikilvægu verkefni. 

Okkar eigin, Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir, stjórnarformaður Rafal, er síðan einn af fyrirlesurum messunar, sem flytur sitt erindi í Eldborgarsalnum og er það mikill heiður þar sem fjölmargir sendu inn umsóknir. 

Það er því margt til að gleðjast yfir þessa dagana og fyllast stolti yfir.