Stórnotendur

Deildin veitir stórnotendum faglega og áreiðanlega þjónustu. Stórnotendur teljast aðilar með mikla raforkuþörf, t.d. gagnaver, álver, stóriðja, flugvellir og fjölbreytt framleiðslufyrirtæki.

Framtíðaráskoranir iðnaðarins fela meðal annars í sér aukna notkun raforku og fjölgun stórnotenda. Meiri áhersla verður lögð á raforkugæði, afhendingaöryggi, upplýsingflæði til samstarfsaðila, minnkun kolefnislosunar og aukna sjálfbærni. Framtíðarsýn deildarinnar endurspeglast í þessum atriðum, með því að bjóða upp á heildarlausnir og framúrskarandi þjónustu. Mælingar, rannsóknir, fyrirbyggjandi viðhaldsskoðanir sem stytta vinnslustopp, verkefnastýring viðhalds- og framkvæmdaverka, ásamt virkri neyðarþjónustu. 


Viðhaldsskoðanir

Með virku fyrirbyggjandi viðhaldi og viðhaldsskoðunum má lágmarka líkur á ófyrirséðum vandamálum, lágmarka spennuleysi og minnka líkur á ófyrirséðum verk/vinnslustöðvunum.

Deildin býður meðal annars upp á bilanagreiningar og viðgerðir á aflspennum ásamt spennamælingum og olíugreiningum. Auk þess viðhaldi á þrepaskiptum og viðgerðir vegna olíuleka á aflspennum.

Þá sér deildin einnig um sölu og þjónustu á viðhaldsfríum rakagelsglösum, ásamt mælabúnaði frá Vaisala fyrir gös í spennaolíu.


Fjarskipti

Deildin sér um uppsetningu og viðhald á ýmsum fjarskiptakerfum sem dæmi GSM, TETRA & FM.

Starfsfólk deildarinnar hefur víðtæka þekkingu og reynslu af þjónustu og uppsetningu á fjarskiptakerfum. Mikil samvinna er við helstu hönnuði fjarskiptakerfa hérlendis. TETRA kerfið er mikilvægur þáttur í samskiptum neyðar- og viðbragðsaðila.

Hjá Rafal er boðið upp á endurvarpskerfi frá Maven Wireless, Selecom og Coiler, ásamt Coax strengjum frá Kabelwerk Eupen.


Tengiliðir

Jakob Brynjar Sigurðsson
Deildarstjóri – Stórnotendur

jakob@rafal.is

Jón Bjarni Jónsson
Verkefnastjóri – Stórnotendur

jonbj@rafal.is

Kjartan Örn Sveinbjörnsson
Verkefnastjóri – Stórnotendur

kjartans@rafal.is

Örn Jensen Egilsson
Verkefnastjóri – Stórnotendur

orn@rafal.is