Category Archives: Óflokkað

Rannsóknarstarf á vegum Rafal

Síðastliðið vor hlaut Rafal styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna sem er á vegum Rannsóknarmiðstöðvar Íslands. Markmið nýsköpunarsjóðsins er að gefa fyrirtækjum kleyft að ráða háskólanema í sumarvinnu við metnaðarfull og krefjandi rannsóknarverkefni. Rannsóknarverkefnið fjallar um viðgerðir á rafsvörum í háspennikerfum og mælingar á seltustigi. Til liðs við okkur fengum við Bjarka Guðjónsson, rafeindavirkja og nema í

Rafal og tengsl við skólakerfið

Á síðasta ári luku 15 nemendur við framhaldsnám í samvinnu við Rafal. 3 luku rafmagnstæknifræði, 3 kláruðu rafiðnfræðing, einn rafvirkjameistara, tveir rafveituvirkjanameistara og 7 rafvirkjann. Síðan eru þrír að auki í rafvirkjanámi í tengslum við Rafal. Með þessu eflir Rafal tengslin milli náms og vinnu og nemendur fá tækifæri til að kynnast starfsvettvangi áður en

Rafal framúrskarandi fyrirtæki 2019, sjötta árið í röð.

Rafal er í hópi 2% fyrirtækja sem eru, að mati CreditInfo, framúrskarandi árið 2019, sjötta árið í röð. Til að komast á listan þarf áður að uppfylla sömu skilyrði samfellt í þrjú ár.Samkvæmt því þá hhefur Rafal verið framúrskarandi frá og með árinu 2011. Rafal þakkar árangurinn fyrst og fremst viðskiptavinum okkar og frábærum starfsmönnum

Vatnsskurðarvél og beygjuvél Rafal

Þegar Rafal flutti starfssemi sína að Hringhellu 9 í Hafnarfirði var ákveðið að setja á laggirnar járnaverkstæði. Járnaverkstæðið hefur alla tíð síðan séð um smíði á tönkum undir jarðdreifistöðvar, stálgrindum í dreifistöðvarhús ásamt ýmsu öðru og viðgerðum á búnaði fyrir veitufyrirtæki og aðra sem leitað hafa til Rafal. Nú höfum við hjá Rafal tekið skrefið

Rafgeymaeftirlit Rafal

Rafal býður viðskiptavinum sínum núna að hafa eftirlit með rafgeymasettum, svokölluðu varaafli. Notast er við nýjasta tækjabúnað til þess og stuðst við “best practice” helstu staðla um rafgeyma og varaaflskerfi. Gerðar eru mælingar á innra viðnámi rafgeymasetta sem nýtast til að meta líftíma settsins og síðan er gerð rýmdarmæling á settinu sem sýnir getu þess

Glæsileg viðurkenning

    Laugardaginn 9. febrúar veitti Iðnaðarmannafélag Reykjavíkur nýsveinum viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur á sveinsprófi. Athöfnin var glæsileg og félaginu til mikils sóma. Forseti Ísland, Hr. Guðni Th. Jóhannesson, Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, nýsköpunar- og iðnaðarráðherra og Þórdís Lóa Þorhallsdóttir, formaður Borgarráðs, fluttu ávörp. Sérstaklega gaman var að heyra samhljóminn

Þorrablót Rafal

  Föstudaginn 18. janúar þjófstörtum við Þorranum í Rafal.   Þessi árlega hefð hefur slegið í gegn hjá viðskiptavinum, samstarfsaðilum og velunnurum okkar og nú sem fyrr verður boðið upp á ljúffengan þorramat í góðra vina hópi. Þetta er góð leið fyrir okkur til að kynna starfsemi okkar og gaman að geta boðið fólki í

Rafal framúrskarandi fyrirtæki 5. árið í röð

Rafal hefur hlotið nafnbótina framúrskarandi fyrirtæki Creditinfo fimmta árið í röð. Af því tilefni mættu fulltrúar Íslandsbanka og afhentu starfsmönnum okkar köku að gjöf til að fagna þessum áfanga. Við erum virkilega stolt af því að vera framúrskarandi fyrirtæki og höfum séð að það skiptir máli og eykur traust í viðskiptum. Það er auðvitað starfsmönnum

Vottað gæðastjórnunarkerfi samkv. ISO 9001:2015

Undanfarin misseri hefur verið unnið að því að þróa gæðastjórnunarkerfi Rafal, vinnu- og verklagsreglur o.fl., í þeim tilgangi að fá viðeigandi vottun samkvæmt ISO 9001 staðlinum. Nú hefur gæðastjórnunarkerfi fyrirtækisins verið tekið út af til þess bærum aðila, BSI, sem hefur staðfest að gæðastjórnunarkerfið uppfylli kröfur ISO 9001:2015 staðalsins. Vottun BSI nær yfir alla starfsemi Rafal,