Category Archives: Óflokkað

Rafgeymaeftirlit Rafal

Rafal býður viðskiptavinum sínum núna að hafa eftirlit með rafgeymasettum, svokölluðu varaafli. Notast er við nýjasta tækjabúnað til þess og stuðst við “best practice” helstu staðla um rafgeyma og varaaflskerfi. Gerðar eru mælingar á innra viðnámi rafgeymasetta sem nýtast til að meta líftíma settsins og síðan er gerð rýmdarmæling á settinu sem sýnir getu þess

Glæsileg viðurkenning

    Laugardaginn 9. febrúar veitti Iðnaðarmannafélag Reykjavíkur nýsveinum viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur á sveinsprófi. Athöfnin var glæsileg og félaginu til mikils sóma. Forseti Ísland, Hr. Guðni Th. Jóhannesson, Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, nýsköpunar- og iðnaðarráðherra og Þórdís Lóa Þorhallsdóttir, formaður Borgarráðs, fluttu ávörp. Sérstaklega gaman var að heyra samhljóminn

Þorrablót Rafal

  Föstudaginn 18. janúar þjófstörtum við Þorranum í Rafal.   Þessi árlega hefð hefur slegið í gegn hjá viðskiptavinum, samstarfsaðilum og velunnurum okkar og nú sem fyrr verður boðið upp á ljúffengan þorramat í góðra vina hópi. Þetta er góð leið fyrir okkur til að kynna starfsemi okkar og gaman að geta boðið fólki í

Rafal framúrskarandi fyrirtæki 5. árið í röð

Rafal hefur hlotið nafnbótina framúrskarandi fyrirtæki Creditinfo fimmta árið í röð. Af því tilefni mættu fulltrúar Íslandsbanka og afhentu starfsmönnum okkar köku að gjöf til að fagna þessum áfanga. Við erum virkilega stolt af því að vera framúrskarandi fyrirtæki og höfum séð að það skiptir máli og eykur traust í viðskiptum. Það er auðvitað starfsmönnum

Vottað gæðastjórnunarkerfi samkv. ISO 9001:2015

Undanfarin misseri hefur verið unnið að því að þróa gæðastjórnunarkerfi Rafal, vinnu- og verklagsreglur o.fl., í þeim tilgangi að fá viðeigandi vottun samkvæmt ISO 9001 staðlinum. Nú hefur gæðastjórnunarkerfi fyrirtækisins verið tekið út af til þess bærum aðila, BSI, sem hefur staðfest að gæðastjórnunarkerfið uppfylli kröfur ISO 9001:2015 staðalsins. Vottun BSI nær yfir alla starfsemi Rafal,

Vel heppnað þorrablót!

Föstudaginn 22. janúar s.l. hélt Rafal sitt árlega þorrablót fyrir viðskiptavini, birgja og aðra gesti. Tæplega 200 manns sóttu viðburðinn, nutu góðra veitinga og ræddu heimsmálin.  Reynir Jónasson harmonikkuleikari lék létta tónlist af sinni alkunnu fagmennsku.  Rafal kynnti helstu framleiðsluvörur sínar og þau verkefni sem unnið er við. Getraun var í gangi á þorrablótinu, farið