1983 – Upphafið

Rafal var stofnað árið 1983 í Búðardal og hóf starfsemi í 25m² bílskúr og með skrifstofu í hluta 20m² kjallaraherbergis og hafði þá B löggildingu Rafmagnseftirliti Ríkisins. Rafal var stofnað að frumkvæði Landsvirkjunar og Orkubús Vestfjarða og í kjölfarið var gerður þjónustusamningur við Landsvirkjun og Orkubú Vestfjarða.

Jafnframt tók Rafal að sér að annast hverskonar þjónustu á rafbúnaði annarra rafveitna og fyrirtækja sem kaupa háspennta raforku. Megin verkefni hafa frá upphafi verið að sinna uppbyggingu og þjónustu fyrir og við raforkufyrirtæki í landinu.

1986 – 1999 Uppbygging

Þann 26.11.1986 fær Rafal A löggildingu Rafmagnseftirlits Ríkisins.

Í september 1988 hefst starfsemi Rafal í Reykjavík og nágrenni. Í desember 1986 kaupir Rafal 190 m² í iðnaðarhúsi að Vesturbraut 20 í Búðardal.

Í janúar 1991 sækir Rafal um rafverktakaleyfi á orkuveitusvæði Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Þá er aðstaðan 40 m² bílskúr við Eyjabakka 3 í Reykjavík.

Árið 1993 hættir Rafal rekstri í Búðardal og selur húsnæðið að Vesturbraut 20.

Haustið 1994 flytur Rafal starfsemina í 40 m² bílskúr að Heiðarhjalla 5.

1999 – 2004 Grunnur að framtíðinni

Þann 22. Desember 1999 fjárfesti Rafal 420 m² iðnaðarbil á Miðhrauni í Garðabæ og flytur alla starfsemi sína þangað.

Árið 2001 byrjar Rafal að annast þjónustu og uppbyggingu fyrir fjarskiptafyrirtækin í landinu, ljósleiðaralagnir og tengingar, og endurdreifingu FM, GSM og TETRA kerfa.

Árið 2004 var Reykjanesvirkjun boðin út og í framhaldi gerir Rafal samning um útvegum og uppsetningu alls rafbúnaðar virkjunarinnar. Þetta var langstærsta verkefnið sem Rafal hafði tekið að sér. Starfsmönnum fjölgaði úr rúmum 10 í 30 og mikil fjárfesting í bílum og tækjabúnaði sem gerði fyrirtækinu kleift að taka að sér stærri og mannfrekari verkefni í framtíðinni. Þarna er grunnur lagður að þeirri víðtæku þjónustu sem Rafal sinnir í dag.

2005 – 2009 Nýjar áskoranir

Í kjölfarið af Reykjanesvirkjun tekur Rafal að sér fleiri samskonar verkefni eins og til dæmis vinnu við Hellisheiðavirkjun áfanga 1 og 2, Orkuver 6 í Svartsengi. Þessi verkefni tryggðu áframhaldandi vöxt fyrirtækisins næstu árin.

Ljósleiðaradeild Rafals vex og dafnar, en Rafal hefur tekið þátt í ljósleiðaravæðingu Gagnaveitu Reykjavíkur frá upphafi.

Rafal hefur framleiðslu á Straumbeinum árið 2004.

Árið 2009 kaupir Rafal 1660 m² glæsilegt iðnaðarhús á 1,5 hektara lóð að Hringhellu 9 í Hafnarfirði. Þar hefur Rafal framleiðslu á spennum til að bregðast við breyttum aðstæðum í atvinnulífinu og heldur sama vexti og áður.

.

2010 – 2018 Horft til framtíðar

Árið 2014 fékk Rafal fyrst viðurkenningu CREDITINFO framúrskarandi fyrirtæki og hefur náð þeirri nafnbót 5 ár í röð en einnungis 1,7 til 2.2 % fyrirtækja á landinu uppfylla þau skilirði.

Þann 15. júní 2018 fékk Rafal viðurkenningu bsi á vottun ISO 9001:2015 sem nær yfir alla starfsemi fyrirtækisins: Hönnun, framleiðslu, verkefnaöflun, uppsetningu ásamt þjónustu við rekstur rafbúnaðar og fjarskiptabúnaðar í orkuverum, flutnings- og dreifiveitum, fjarskiptastarfsemi og iðjuverum. Rafal er fyrsta fyrirtækið á þessum markaði sem hefur fengið þessa vottun um alla sína starfsemi.

Í dag er Rafal fyrst og fremst þjónustufyrirtæki. Hjá okkur starfa um 75 manns með mjög víðtæka þekkingu og reynslu á störfum fyrir veitur og stórnotendur á rafmagni. Viðskiptavinum Rafal hefur fjölgað mikið á þessu tímabili sem hefur styrkt stoðir fjölbreyttrar þjónustu.