MINNKAÐU RAFSEGULMENGUN OG FLÖKKUSTRAUMA VERULEGA MEÐ STRAUMBEINI

Á síðastliðnum árum hafa flökkustraumar vakið aukna athygli, þar sem þeir streyma um hita- og neysluvatnskerfi húsa og mannvirkja. Það getur skapað vandamál sem hafa reynst erfið úrlausnar. Ástæðan er einkum mikið umfang búnaðar til að takmarka flökkustrauma og verulegur kostnaður við þær lausnir, sem hingað til hafa verið reyndar.

Í núlluðu rafkerfi rafveitu ( TN kerfum ) þar sem núllað er í aðal rafmagnstöflu og/eða greinitöflum, hefur verið viðloðandi vandamál að einungis hluti straumsins frá rafveitu í fasataug skilar sér til baka rétta leið um núlltaug heimtaugar (30%). Sá hluti straumsins, allt að 70%, sem ekki skilar sér um núlltaugina til rafveitunnar fer um jarðtaug hússins og spennujöfnunarkerfi. Slíkir straumar (flökkustraumar) valda óæskilegum rafsegulsviðsáhrifum í húsum, svo sem tæringu á rörum og erfiðleikum við notkun á mælitækjum og tölvubúnaði.

Straumbeinir jafnar álagið á heimtauginni, þannig að við notkun hans verður álagsskekkja heimtaugarinnar innan við 2 % í stað allt að 70% Rafal hannaði og hefur einkaleyfisvernd á Straumbeini. Straumbeinirinn hefur víða verið settur upp, og skilað ótvíræðum árangri allt frá 2004

SÖLUAÐILAR:

Ískraft
Johan Rönning
Rafport
Reykjafell
S. Guðjónsson
Smith & Norland