RAFAL HEFUR FJÖLBREYTT ÚRVAL IÐNAÐARRAFGEYMA OG RAFHLAÐA Á LAGER.

Hlutverk iðnaðarrafgeyma er að halda uppi spennu á nauðsynlegum tækjum um ákveðinn tíma þegar rafmagn fer skyndilega af kerfinu.

Höfum á lager iðnaðarrafgeyma frá LEADER 12 Volta 1,3Ah til 150Ah og 6 Volta 1,3Ah til 12Ah.  Útvegum aðrar stærðir eftir pöntunum viðskiptavina.

Bækling um LEADER-rafgeyma er að finna hér.

Rafal býður jafnframt upp á rafhlöður í fjölbreyttum stærðum frá PROCELL og AA frá USBCELL

Rafal losar þig við gömlu rafhlöðurnar og rafgeymana

Rafhlöður, rafgeymar, raf- og rafeindatæki geta innihaldið efni sem eru skaðleg heilsu og umhverfi, s.s. blý, kadmíum og kvikasilfur. Því er mikilvægt að fá þessa úrgangsflokka til endurvinnslu og endurnýtingar og koma þannig í veg fyrir að efni úr þeim komist út í náttúruna og mengi umhverfið okkar. Um leið minnkum við sóun á hráefnum eins og nikkel, blý, kópar, járn, ál, plast og lithium og fleiri efnum. Skilum því alltaf vörunum eftir notkun til móttökustöðva sveitarfélaga eða til spilliefnamóttöku – það kostar ekki neitt.

Rafal ehf tekur líka á móti rafhlöðum, rafgeymum og spennaolíu til endurvinnslu eða förgunar þér að kostnaðarlausu (upp að eðlilegu marki).

Flokkum og skilum!