Dreifispennir nr. 1000 framleiddur!

30.11.2015

Nú er lokið framleiðslu þúsundasta dreifispennisins hjá Rafal, en um er að ræða 200 kVA spenni.

Framleiðsla dreifispenna hófst hjá Rafal árið 2009, framleiddir hafa verið allt að 150 spennar á ári, og eru þeir í notkun víða um land.  Spennarnir eru aðallega notaðir í veitukerfum þar sem jarðstrengir koma í stað háspennulína.

Efni og íhlutir til framleiðslunnar eru að hluta til innflutt, stál og zinkhúðun er unnið af hafnfirskum fyrirtækjum, en öll vinna við samsetningu og prófanir fer fram hjá Rafal.

Áður en framleiðsla þessi hófst voru dreifispennar almennt keyptir tilbúnir erlendis frá, en fullyrða má að framtak Rafals í þessum efnum hafi orðið til þess að mörg störf iðnaðar- og tæknimanna hafi orðið til innan íslensks iðnaðar.