RAFAL FRAMLEIÐIR ÝMSAR STÆRÐIR OG GERÐIR AFL- OG DREIFISPENNA

Afl- og dreifispennar eru notaðir til að umbreyta spennu og straum. Vorið 2009 var hafin framleiðsla á dreifispennum til tenginga við jarðstrengjakerfin (Jarðspennar) ásamt undirstöðum. Fyrstu spennarnir, þriggja fasa 75 kVA 10.500/400 Volt, voru seldir í júní 2009. Þeir voru með 2x þriggja fasa 24 kV, 250A inngangi og 400 Volta greinihólfi. Frá 2010 eru eftirfarandi gerðir í framleiðslu:

DREIFISPENNAR 11.000/420 VOLT ÞRIGGJA FASA.

50 kVA
100kVA
200kVA
315kVA
500kVA

DREIFISPENNAR 19.000/420 VOLT ÞRIGGJA FASA.

50 kVA 100kVA
200kVA
315kVA

DREIFISPENNAR ERU FRAMLEIDDIR SAMKVÆMT ÞESSUM STÖÐLUM:

ÍST EN 61936-1:2010, ÍST EN 60076-4:2002, ÍST EN 50522:2010, ÍST EN 50464-1:2007.

Spennarnir eru allir til tenginga við jarðstrengjakerfin (Jarðspennar) ýmist með 2x þriggja fasa 24 kV eða 3x þriggja fasa 24 kV inngangi 250A eða 630A og 400 Volta greinihólfi með 50 cm löngum skinnum. Millispennar 10.500/10.500 Volt 1 fasa 25 kVA Getum einnig boðið: Millispenna 11.000/11.000 Volt 1 fasa 25 kVA til 315kVA Millispenna 11.000/11.000 Volt 3 fasa 50 kVA til 315kVA Dreifispenna í staurastæður ýmsar stærðir og gerðir. Aflspenna ýmsar stærðir og gerðir.